Vilja 25 manna nefnd til að fjalla um heildarendurskoðun stjórnarskrár 16. apríl 2009 17:03 Enn hefur stjórnarskrármálið ekki verið afgreitt frá Alþingi. Mynd/ Pjetur. Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu. Kosningar 2009 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu.
Kosningar 2009 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira