Nadal í úrslit eftir maraþonviðureign Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2009 14:09 Rafael Nadal fagnar stigi í viðureigninni í dag. Nordic Photos / AFP Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni. Erlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni.
Erlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira