Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda 14. febrúar 2009 18:40 Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57
Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08