Fíkniefnafundur á Fáskrúðsfirði hefur lítil áhrif á verð 19. mars 2008 13:19 Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína. Pólstjörnumálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína.
Pólstjörnumálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira