Roma sópaði Real út úr Meistaradeildinni 5. mars 2008 21:37 Rómverjar unnu frækinn sigur í Madríd í kvöld Nordic Photos / Getty Images Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira