Roma sópaði Real út úr Meistaradeildinni 5. mars 2008 21:37 Rómverjar unnu frækinn sigur í Madríd í kvöld Nordic Photos / Getty Images Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira