Patrekur vill vinna með Bogdan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2008 14:58 Patrekur Jóhannsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta. Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59