Hver á að gera hvað? Árni Páll Árnason skrifar 28. júní 2008 00:01 Umræðan Gengi krónunnnar Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt. Erlendir spekúlantar hafa misst áhuga á krónunni og því sveiflast verðgildi hennar til og frá í litlum viðskiptum, til tjóns fyrir almenning og fyrirtæki. Bankamenn munu alltaf eiga viðskipti þegar þeim hentar því það er skylda þeirra gagnvart hluthöfum bankanna. Það er tilgangslaust að fárast yfir því. Sama á við um auðmenn landsins. Það er ekki hægt að byggja efnahagslegan stöðugleika á því að fara bónarveg að bönkunum eða auðmönnum og biðja þá vinsamlegast að reyna að passa að hagnast ekki á ónýtri krónu. Þeir munu alltaf gæta sinna hagsmuna og ekkert er við því að segja. Með sama hætti verður stöðugleiki ekki byggður á því að beita úreltum handaflsaðgerðum til að reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils sem flýtur á markaði. En rétt eins og bankamenn bera skyldur gagnvart eigendum sínum og auðmenn bera skyldur gagnvart sjálfum sér bera stjórnmálamenn skyldur gagnvart kjósendum sínum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að hugsa um hag almennings og verja hann. Þar skiptir mestu að skapa nógu sterka umgjörð um peningamál til að tryggja að bankar og auðmenn geti átt þau viðskipti sem hugur þeirra stendur til á markaði, án þess að almenningur þurfi að hljóta af því óásættanlegt tjón. Það á ekki að vera hlutskipti stjórnmálamanna að rella í auðmönnum og biðja þá um að haga viðskiptum sínum á einn veg eða annan til að verja ónýtt peningakerfi. Það er ekki hægt að réttlæta það að einstök viðskipti á markaði eða áhugaleysi örfárra erlendra spekúlanta geti kallað stórfellda kjaraskerðingu og atvinnuleysi yfir fjölda fólks. Slíkt ástand sýnir algert ráðþrot íslensks stjórnmálakerfis gagnvart brýnustu verkefnum samfélagsins og átakanlegt getuleysi stjórnmálamanna til að varna því að örlög vinnandi fólks og verðmætaskapandi atvinnugreina ráðist af stundarhag markaðsafla. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan Gengi krónunnnar Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt. Erlendir spekúlantar hafa misst áhuga á krónunni og því sveiflast verðgildi hennar til og frá í litlum viðskiptum, til tjóns fyrir almenning og fyrirtæki. Bankamenn munu alltaf eiga viðskipti þegar þeim hentar því það er skylda þeirra gagnvart hluthöfum bankanna. Það er tilgangslaust að fárast yfir því. Sama á við um auðmenn landsins. Það er ekki hægt að byggja efnahagslegan stöðugleika á því að fara bónarveg að bönkunum eða auðmönnum og biðja þá vinsamlegast að reyna að passa að hagnast ekki á ónýtri krónu. Þeir munu alltaf gæta sinna hagsmuna og ekkert er við því að segja. Með sama hætti verður stöðugleiki ekki byggður á því að beita úreltum handaflsaðgerðum til að reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils sem flýtur á markaði. En rétt eins og bankamenn bera skyldur gagnvart eigendum sínum og auðmenn bera skyldur gagnvart sjálfum sér bera stjórnmálamenn skyldur gagnvart kjósendum sínum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að hugsa um hag almennings og verja hann. Þar skiptir mestu að skapa nógu sterka umgjörð um peningamál til að tryggja að bankar og auðmenn geti átt þau viðskipti sem hugur þeirra stendur til á markaði, án þess að almenningur þurfi að hljóta af því óásættanlegt tjón. Það á ekki að vera hlutskipti stjórnmálamanna að rella í auðmönnum og biðja þá um að haga viðskiptum sínum á einn veg eða annan til að verja ónýtt peningakerfi. Það er ekki hægt að réttlæta það að einstök viðskipti á markaði eða áhugaleysi örfárra erlendra spekúlanta geti kallað stórfellda kjaraskerðingu og atvinnuleysi yfir fjölda fólks. Slíkt ástand sýnir algert ráðþrot íslensks stjórnmálakerfis gagnvart brýnustu verkefnum samfélagsins og átakanlegt getuleysi stjórnmálamanna til að varna því að örlög vinnandi fólks og verðmætaskapandi atvinnugreina ráðist af stundarhag markaðsafla. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar