Hverjir þurfa Mannréttindaskrifstofu? Toshiki Toma skrifar 15. maí 2008 00:01 Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun