Reglur eða mat? Þorsteinn Pálsson skrifar 8. júlí 2008 06:00 Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun