Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni 21. júlí 2008 07:00 Við hönnun byggingarinnar var tekið mið af öðrum húsum í nágrenni hennar. Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán Skipulag Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán
Skipulag Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent