Úrslitakeppnin komin til að vera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2008 16:39 Einar Þorvarðarson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson á ársþinginu í dag. Mynd/E. Stefán Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag." Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag."
Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira