Bankaleynd ekki aflétt Ingimar Karl Helgason skrifar 26. nóvember 2008 00:01 „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi." Markaðir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira