Ár og dagar íslenskrar tónlistar Jakob Frímann Magnússon skrifar 11. desember 2008 06:00 Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar