Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2008 00:01 „Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira