Bakkavör komið í vaxtargírinn 2. september 2008 15:42 Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira