Margslungið mál Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. júlí 2008 00:01 Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.