Er í lagi að Mogginn segi ósatt? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun