Skaðinn af REI-málinu Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. febrúar 2008 06:00 Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun