Þögli félaginn Ögmundur Jónasson skrifar 14. janúar 2008 11:29 Öllum er nú að verða ljóst hvert stefnir á sviði heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn er að komast á fullan skrið með að hrinda heilbrigðisþjónustunni út í einkarekstur. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi stefna nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar. Þess vegna er beitt gamalkunnri aðferð: Við erum að gera tilraun með útvistun á starfi læknaritara, segja fulltrúar heilbrigðisráðherra á Landspítala, og að tilrauninni lokinni verður allt ferlið vegið og metið faglega og saglega. Allir vita að eftir að einkafyrirtæki verða búin að koma sér upp starfsemi með aðstöðu og mannahaldi verður illmögulegt að snúa til baka. Þetta eru sömu óheiðarlegu vinnubrögðin og endranær. Þannig er framlag til Landspítala - háskólasjúkrahúss skorið niður að raungildi og spítalinn sveltur til að þröngva honum til að setja einstaka starfsþætti í einkarekstur. Þeir sem annast þessi verk fyrir ríkisstjórnina innan sjúkrahússins skirrast ekki við að segja berum orðum að starfsfólk komi til með að missa vinnuna en geti eflaust fengið störf hjá hinum nýju verktakafyrirtækjum. Ýmsir hópar lækna eru þessari þróun hliðhollir en ekki er ég viss um að þeir hafi hugsað þá þróun til enda, þ.e. þegar svo verður komið að þeir verða orðnir starfsmenn fjárfestingarfyrirtækja sem ætla að hafa tuttugu prósenta arðsemi af starfi þeirra. Og fyrir skattborgarann er ég hræddur um að kostnaðurinn komi til með að rísa en ekki lækka þegar til langs tíma er litið. Þeir sem hagnast verða fjárfestar, hvorki launafólk né skattgreiðendur. Þessi þróun þarf engum að koma á óvart eftir að Samfylkingin afhenti Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið. Finnst Samfylkingunni sæmandi hlutskipti að eiga aðild að ríkisstjórn en vera þar þögull áhorfandi að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins? Hvað skyldi kjósendum flokksins finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga í ríkisstjórninni?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Öllum er nú að verða ljóst hvert stefnir á sviði heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn er að komast á fullan skrið með að hrinda heilbrigðisþjónustunni út í einkarekstur. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi stefna nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar. Þess vegna er beitt gamalkunnri aðferð: Við erum að gera tilraun með útvistun á starfi læknaritara, segja fulltrúar heilbrigðisráðherra á Landspítala, og að tilrauninni lokinni verður allt ferlið vegið og metið faglega og saglega. Allir vita að eftir að einkafyrirtæki verða búin að koma sér upp starfsemi með aðstöðu og mannahaldi verður illmögulegt að snúa til baka. Þetta eru sömu óheiðarlegu vinnubrögðin og endranær. Þannig er framlag til Landspítala - háskólasjúkrahúss skorið niður að raungildi og spítalinn sveltur til að þröngva honum til að setja einstaka starfsþætti í einkarekstur. Þeir sem annast þessi verk fyrir ríkisstjórnina innan sjúkrahússins skirrast ekki við að segja berum orðum að starfsfólk komi til með að missa vinnuna en geti eflaust fengið störf hjá hinum nýju verktakafyrirtækjum. Ýmsir hópar lækna eru þessari þróun hliðhollir en ekki er ég viss um að þeir hafi hugsað þá þróun til enda, þ.e. þegar svo verður komið að þeir verða orðnir starfsmenn fjárfestingarfyrirtækja sem ætla að hafa tuttugu prósenta arðsemi af starfi þeirra. Og fyrir skattborgarann er ég hræddur um að kostnaðurinn komi til með að rísa en ekki lækka þegar til langs tíma er litið. Þeir sem hagnast verða fjárfestar, hvorki launafólk né skattgreiðendur. Þessi þróun þarf engum að koma á óvart eftir að Samfylkingin afhenti Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið. Finnst Samfylkingunni sæmandi hlutskipti að eiga aðild að ríkisstjórn en vera þar þögull áhorfandi að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins? Hvað skyldi kjósendum flokksins finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga í ríkisstjórninni?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar