Líkfundarmaður var ólöglegur í landinu í þrjá mánuði Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. nóvember 2007 14:32 Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill. Líkfundarmálið Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill.
Líkfundarmálið Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira