Bretland: Þrír grunaðir hryðjuverkamenn strjúka Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. maí 2007 10:37 Ibrahim Adam, Lamine Adam og Cerie Bullivant. Breska lögreglan tilkynnti í gærkvöldi að þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem hafa verið í nokkurs konar stofufangelsi hafi strokið. Ákvörðun Scotland Yard um að létta nafnleynd yfir mönnunum þykir benda til hversu alvarlegum augum hvarf mannanna er litið. Tveir þeirra eru bræður manns sem var fangelsaður í síðasta mánuði fyrir að skipuleggja sprengjuárásir í Bretlandi. Yfirvöld höfðu tryggar heimildir fyrir því að þremenningarnir væru að skipuleggja hóp til að ferðast til útlanda í tengslum við hryðjuverkaárásir. Alsírsku bræðurnir Lamine og Ibrahim Adam, og Cerie Bullivant komu fyrst við sögu lögreglu vegna tengsla við hóp sem skipulagði að drepa fjölda Breta en voru fangelsaðir fyrr í þessum mánuði. Einn mannanna er talinn vera breskur ríkisborgari. Annar keyrði neðanjarðarlestir en var meinað að sinna starfinu eftir að vera settur undir eftirlitið. Þeir bjuggu allir í London. Bræðurnir tilkynntu sig ekki til yfirvalda á mánudagskvöld eins og þeim var ætlað og þriðji aðilinn lét ekki í sér heyra hjá lögreglu á þriðjudag. Mennirnir voru settir í stofufangelsið á síðasta ári, bræðurnir í febrúar en Bullivant í júlí. Lögin um stofufangelsi fyrir grunaða hryðjuverkamenn tóku gildi árið 2005. Þau tóku við af umdeildum lögum sem sett voru eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Þau heimiluðu yfirvöldum að halda útlendingum án tímatakmarkana væri minnsti grunur um tengsl við hryðjuverk. Árið 2004 voru þau dæmd ólögleg. Nýju lögin eru einnig umdeild en sex aðilar hafa horfið undir þeim frá því þau tóku gildi. Aðrir sex voru undanþegnir lögunum fyrir dómi þar sem þau þykja stangast á við mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. Erlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Breska lögreglan tilkynnti í gærkvöldi að þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem hafa verið í nokkurs konar stofufangelsi hafi strokið. Ákvörðun Scotland Yard um að létta nafnleynd yfir mönnunum þykir benda til hversu alvarlegum augum hvarf mannanna er litið. Tveir þeirra eru bræður manns sem var fangelsaður í síðasta mánuði fyrir að skipuleggja sprengjuárásir í Bretlandi. Yfirvöld höfðu tryggar heimildir fyrir því að þremenningarnir væru að skipuleggja hóp til að ferðast til útlanda í tengslum við hryðjuverkaárásir. Alsírsku bræðurnir Lamine og Ibrahim Adam, og Cerie Bullivant komu fyrst við sögu lögreglu vegna tengsla við hóp sem skipulagði að drepa fjölda Breta en voru fangelsaðir fyrr í þessum mánuði. Einn mannanna er talinn vera breskur ríkisborgari. Annar keyrði neðanjarðarlestir en var meinað að sinna starfinu eftir að vera settur undir eftirlitið. Þeir bjuggu allir í London. Bræðurnir tilkynntu sig ekki til yfirvalda á mánudagskvöld eins og þeim var ætlað og þriðji aðilinn lét ekki í sér heyra hjá lögreglu á þriðjudag. Mennirnir voru settir í stofufangelsið á síðasta ári, bræðurnir í febrúar en Bullivant í júlí. Lögin um stofufangelsi fyrir grunaða hryðjuverkamenn tóku gildi árið 2005. Þau tóku við af umdeildum lögum sem sett voru eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Þau heimiluðu yfirvöldum að halda útlendingum án tímatakmarkana væri minnsti grunur um tengsl við hryðjuverk. Árið 2004 voru þau dæmd ólögleg. Nýju lögin eru einnig umdeild en sex aðilar hafa horfið undir þeim frá því þau tóku gildi. Aðrir sex voru undanþegnir lögunum fyrir dómi þar sem þau þykja stangast á við mannréttindasáttmála Evrópusambandsins.
Erlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira