Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2025 12:02 Natalía Khodimtsjúk var 73 ára þegar hún lést af sárum sínum eftir drónaárás Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún missti eiginmann sinn í Tsjernobylslysinu fyrir fjörutíu árum tæpum. SEZA Ekkja fyrsta fórnarlambs versta kjarnorkuslyss sögunnar í Tsjernobyl er sögð hafa farist í drónaárásum Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún hafi látist af sárum sínum eftir að íransku Shahed-dróni lenti á húsi þar sem fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins búa. Rússar gerðu harðar árásir á Kænugarð dagana 14. og 15. nóvember. Skotmörk þeirra voru meðal annars fjölbýlishús í fjölda hverfa borgarinnar. Eitt þessara fjölbýlishúsa í Troieshchyna-hverfinu hýsti fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins í Tsjernobyl og fjölskyldur þeirra. Á meðal þeirra sem særðust þar var Natalía Khodimtsjúk, ekkja Valerí Khodimtsjúk, fyrsta mannsins sem lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu fyrir tæpum fjörutíu árum. Khodimtsjúk var flutt á sjúkrahús með brunasár á 45 prósentum líkamans en lést af sárum sínum aðfararnótt 15. nóvember, að sögn úkraínskrar stofnunar sem hefur umsjón með bannsvæðinu í kringum Tsjernobyl. „Við misstum komu sem gekk í gegnum helvíti Tsjernobyl, missti eiginmann sinn, ól upp börn, mátti þola harmleiki sem hefðu bugað hvern sem er, en ekki hana,“ segir í færslu stofnunarinnar á Facebook. Rödd Khodimtsjúk bætist nú í hóp allrar þeirra saklausu Úkraínumanna sem Rússar hafi drepið með hryllingi sínum. Líkamsleifarnar fundust aldrei Eiginmaður Khodimtsjúk vann við kælibúnað kjarnorkuversins í Tsjernobyl. Hann er talinn hafa látist samstundis þegar sprenging varð í kjarnaofni fjögur 26. apríl árið 1986. Líkamsleifar hans fundust aldrei þrátt fyrir leit. Natalía og Valerí Khodimtsjúk á góðri stundu. Þau áttu tvö börn.SEZA Tsjernobylslysið er versta kjarnorkuslys í sögunni. Það er jafnframt aðeins annað tveggja slíkra slysa sem hafa náð hæsta stigi á alþjóðlegum skala yfir alvarleika kjarnorkuóhappa. Hitt var Fukushima-slysið eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011. Þrátt fyrir að opinberar tölur segi að aðeins um þrjátíu manns hafi látist beint af völdum Tsjernobylslyssins er áætlað að þúsundir manna hafi látist um aldur fram vegna geislunarinnar þaðan. Sovésk stjórnvöld í Kreml reyndu lengi að halda slysinu og umfangi þess leyndu fyrir eigin þegnum og heimsbyggðinni. Á endanum þurftu þau að flytja hundruð þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið burt. Bannsvæði er enn í kringum slysstaðinn nú áratugum síðar. Kjarnaofninn sjálfur sem sprakk er nú innilokaður í mikilli steypuhvelfingu sem alþjóðasamfélagið tók þátt í að reisa. Hvelfingin skemmdist nýlega þegar rússneskur dróni sprakk á henni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tsjernobyl Sovétríkin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Rússar gerðu harðar árásir á Kænugarð dagana 14. og 15. nóvember. Skotmörk þeirra voru meðal annars fjölbýlishús í fjölda hverfa borgarinnar. Eitt þessara fjölbýlishúsa í Troieshchyna-hverfinu hýsti fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins í Tsjernobyl og fjölskyldur þeirra. Á meðal þeirra sem særðust þar var Natalía Khodimtsjúk, ekkja Valerí Khodimtsjúk, fyrsta mannsins sem lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu fyrir tæpum fjörutíu árum. Khodimtsjúk var flutt á sjúkrahús með brunasár á 45 prósentum líkamans en lést af sárum sínum aðfararnótt 15. nóvember, að sögn úkraínskrar stofnunar sem hefur umsjón með bannsvæðinu í kringum Tsjernobyl. „Við misstum komu sem gekk í gegnum helvíti Tsjernobyl, missti eiginmann sinn, ól upp börn, mátti þola harmleiki sem hefðu bugað hvern sem er, en ekki hana,“ segir í færslu stofnunarinnar á Facebook. Rödd Khodimtsjúk bætist nú í hóp allrar þeirra saklausu Úkraínumanna sem Rússar hafi drepið með hryllingi sínum. Líkamsleifarnar fundust aldrei Eiginmaður Khodimtsjúk vann við kælibúnað kjarnorkuversins í Tsjernobyl. Hann er talinn hafa látist samstundis þegar sprenging varð í kjarnaofni fjögur 26. apríl árið 1986. Líkamsleifar hans fundust aldrei þrátt fyrir leit. Natalía og Valerí Khodimtsjúk á góðri stundu. Þau áttu tvö börn.SEZA Tsjernobylslysið er versta kjarnorkuslys í sögunni. Það er jafnframt aðeins annað tveggja slíkra slysa sem hafa náð hæsta stigi á alþjóðlegum skala yfir alvarleika kjarnorkuóhappa. Hitt var Fukushima-slysið eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011. Þrátt fyrir að opinberar tölur segi að aðeins um þrjátíu manns hafi látist beint af völdum Tsjernobylslyssins er áætlað að þúsundir manna hafi látist um aldur fram vegna geislunarinnar þaðan. Sovésk stjórnvöld í Kreml reyndu lengi að halda slysinu og umfangi þess leyndu fyrir eigin þegnum og heimsbyggðinni. Á endanum þurftu þau að flytja hundruð þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið burt. Bannsvæði er enn í kringum slysstaðinn nú áratugum síðar. Kjarnaofninn sjálfur sem sprakk er nú innilokaður í mikilli steypuhvelfingu sem alþjóðasamfélagið tók þátt í að reisa. Hvelfingin skemmdist nýlega þegar rússneskur dróni sprakk á henni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tsjernobyl Sovétríkin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira