Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs 7. mars 2007 11:56 Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Og ekki að ástæðulausu því þegar boltinn lenti í markinu var milljón króna framlag Eimskips til styrktarsjóðs Umhyggju í höfn. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, sat gríðarlega spennt yfir leiknum í gær. "Ég beið eftir því allan tímann að hann Eiður fengi að komast inn á og mínar vonir rættust svo sannarlega þar. Ég stökk upp og út um allt. Þetta var bara ótrúlegt." Umhyggja er foreldra- og fagfélag fólks sem vinnur að bættum hag fjölskyldna langveikra barna. Og milljónin kemur til vegna samnings milli Eimskips og Eiðs Smára frá því í lok janúar . Samkvæmt honum átti Umhyggja að fá milljón fyrir hvert mark sem Eiður skoraði á leiktíðinni í meistaradeild Evrópu. En nú er Barcelona fallið úr keppni og því ekki von á fleiri milljónum til Umhyggju fyrir fótafimi kappans. En hvernig nýtist milljónin? "Hún mun örugglega fara beint í styrktarsjóð Umhyggju sem er sjóður til að styrkja fjölskyldur sem lenda í miklum fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna. Hún nýtist því börnunum eins og skot." Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, gæti hins vegar átt von á vænum summum því samkvæmt samningnum fær félagið hálfa milljón frá Eimskip fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í spænsku deildinni. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Og ekki að ástæðulausu því þegar boltinn lenti í markinu var milljón króna framlag Eimskips til styrktarsjóðs Umhyggju í höfn. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, sat gríðarlega spennt yfir leiknum í gær. "Ég beið eftir því allan tímann að hann Eiður fengi að komast inn á og mínar vonir rættust svo sannarlega þar. Ég stökk upp og út um allt. Þetta var bara ótrúlegt." Umhyggja er foreldra- og fagfélag fólks sem vinnur að bættum hag fjölskyldna langveikra barna. Og milljónin kemur til vegna samnings milli Eimskips og Eiðs Smára frá því í lok janúar . Samkvæmt honum átti Umhyggja að fá milljón fyrir hvert mark sem Eiður skoraði á leiktíðinni í meistaradeild Evrópu. En nú er Barcelona fallið úr keppni og því ekki von á fleiri milljónum til Umhyggju fyrir fótafimi kappans. En hvernig nýtist milljónin? "Hún mun örugglega fara beint í styrktarsjóð Umhyggju sem er sjóður til að styrkja fjölskyldur sem lenda í miklum fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna. Hún nýtist því börnunum eins og skot." Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, gæti hins vegar átt von á vænum summum því samkvæmt samningnum fær félagið hálfa milljón frá Eimskip fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í spænsku deildinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira