Seinheppinn Kristinn Ögmundur Jónasson skrifar 3. desember 2007 00:01 Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun