Gott hjá Valgerði Ögmundur Jónasson skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar