Óorði komið á útrásina Dagur B. Eggertsson skrifar 6. október 2007 00:01 Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun