Gott hjá Lúðvík Ögmundur Jónasson skrifar 10. september 2007 00:01 Ef Orkuveita Reykjavíkur verður seld þá er ekki aðeins verið að selja fyrirtæki sem framleiðir rafmagn heldur einnig fyrirtæki sem ræður yfir vatnsbólum og miðlar heitu vatni og köldu. OR er ábyrgðaraðili dýrmætra náttúruauðlinda. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og um eignarhald á því munu standa mikil átök á nýrri öld. Í þeim átökum eru annars vegar þau sem vilja styrkja einkaeignaréttinn í sessi og hins vegar hin sem vilja tryggja almannarétt. Tekist var á um nákvæmlega þetta á Alþingi þegar vatnalagafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar kom fyrir þingið á síðasta kjörtímabili. Niðurstaðan varð sú að gildistöku þessa umdeilda frumvarps var frestað til 1. nóvember þannig að þinginu gæfist kostur á að taka málið upp að nýju að afloknum kosningum. Í stjórnarmeirihluta fyrri stjórnar voru eflaust til efasemdarmenn um ágæti þessa frumvarps og því ekki mótfallnir að taka málið upp að nýju. Nú hefur iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýst því yfir að hann hyggist endurskoða lögin og hef ég fagnað þeirri yfirlýsingu enda er hún í samræmi við fyrri afstöðu hans. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, reyndi að gera lítið úr þessari yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar. Í útvarpsfréttum 31. ágúst sl. sagði hann: „Ég get ekki betur séð en að iðnaðarráðherrann sé hér einn á ferð og hér sé um að ræða einhverjar eftirhreytur frá því að hann var í stjórnarandstöðu.“ Þessu andmælti formaður þingflokks Samfylkingarinnar í sama fréttatíma á afgerandi hátt auk þess sem fréttastofa RÚV hafði eftir honum ummæli sem tóku af öll tvímæli: „Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir iðnaðarráðherrann síður en svo einan á ferð. Afstaða þingflokks Samfylkingarinnar til nýrra vatnalaga hefði ekkert breyst. Stendur þá þingflokkurinn allur þétt að baki iðnaðarráðherra? Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: Já, við gerum það…“ Það er mikilvægt að menn gangi ekki að því gruflandi hver afstaða Samfylkingarinnar er og var lofsvert hjá Lúvík Bergvinssyni að kveða skýrt að orði um þetta efni. Höfundur er þingflokksformaður VInstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Orkuveita Reykjavíkur verður seld þá er ekki aðeins verið að selja fyrirtæki sem framleiðir rafmagn heldur einnig fyrirtæki sem ræður yfir vatnsbólum og miðlar heitu vatni og köldu. OR er ábyrgðaraðili dýrmætra náttúruauðlinda. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og um eignarhald á því munu standa mikil átök á nýrri öld. Í þeim átökum eru annars vegar þau sem vilja styrkja einkaeignaréttinn í sessi og hins vegar hin sem vilja tryggja almannarétt. Tekist var á um nákvæmlega þetta á Alþingi þegar vatnalagafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar kom fyrir þingið á síðasta kjörtímabili. Niðurstaðan varð sú að gildistöku þessa umdeilda frumvarps var frestað til 1. nóvember þannig að þinginu gæfist kostur á að taka málið upp að nýju að afloknum kosningum. Í stjórnarmeirihluta fyrri stjórnar voru eflaust til efasemdarmenn um ágæti þessa frumvarps og því ekki mótfallnir að taka málið upp að nýju. Nú hefur iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýst því yfir að hann hyggist endurskoða lögin og hef ég fagnað þeirri yfirlýsingu enda er hún í samræmi við fyrri afstöðu hans. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, reyndi að gera lítið úr þessari yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar. Í útvarpsfréttum 31. ágúst sl. sagði hann: „Ég get ekki betur séð en að iðnaðarráðherrann sé hér einn á ferð og hér sé um að ræða einhverjar eftirhreytur frá því að hann var í stjórnarandstöðu.“ Þessu andmælti formaður þingflokks Samfylkingarinnar í sama fréttatíma á afgerandi hátt auk þess sem fréttastofa RÚV hafði eftir honum ummæli sem tóku af öll tvímæli: „Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir iðnaðarráðherrann síður en svo einan á ferð. Afstaða þingflokks Samfylkingarinnar til nýrra vatnalaga hefði ekkert breyst. Stendur þá þingflokkurinn allur þétt að baki iðnaðarráðherra? Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: Já, við gerum það…“ Það er mikilvægt að menn gangi ekki að því gruflandi hver afstaða Samfylkingarinnar er og var lofsvert hjá Lúvík Bergvinssyni að kveða skýrt að orði um þetta efni. Höfundur er þingflokksformaður VInstri grænna.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun