Uppsetning kerfisins hefst í haust 7. september 2007 00:01 Sun Zheng Yang, fulltrúi kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, handsala samning um kaup á tæknibúnaði. MYND/GVA Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Vodafone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Huawei, skrifuðu undir samninginn í utanríkisráðuneytinu í gær. Uppsetning kerfisins hefst í október og er áætlað að henni ljúki næsta sumar. Reykjanes verður fyrst í röðinni og verður kerfið samstundis virkt þar. Í heild verða fjörutíu sendar settir upp meðfram strandlengjunni, hringinn í kringum landið, auk þess sem nokkrir sendar verða settir upp á hálendinu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segir nýjungina verða mikla búbót fyrir GSM-notendur, ekki síst fyrir íbúa lítilla sjávarplássa, trillukarla og aðra sjófarendur og ferðamenn á fáförnum slóðum á hálendinu. Drægni sendanna sé um fjórum til fimm sinnum meiri en venjulegra GSM-senda, allt upp í hundrað kílómetrar. Hingað til hefur einungis NMT-kerfi Símans dugað á þeim slóðum sem GSM-farsímakerfið náði ekki til. NMT-kerfið verður lagt niður innan tveggja ára. Síminn mun þá taka upp svokallað CDMA 450 kerfi. Sérstakan síma þarf til að nota það. Þess gerist ekki þörf með hið nýja farsímakerfi Vodafone. „Við tókum ákvörðun um að prjóna við núverandi kerfi. Við trúum því að fólk vilji nota eitt símtæki alls staðar.“ Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Vodafone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Huawei, skrifuðu undir samninginn í utanríkisráðuneytinu í gær. Uppsetning kerfisins hefst í október og er áætlað að henni ljúki næsta sumar. Reykjanes verður fyrst í röðinni og verður kerfið samstundis virkt þar. Í heild verða fjörutíu sendar settir upp meðfram strandlengjunni, hringinn í kringum landið, auk þess sem nokkrir sendar verða settir upp á hálendinu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segir nýjungina verða mikla búbót fyrir GSM-notendur, ekki síst fyrir íbúa lítilla sjávarplássa, trillukarla og aðra sjófarendur og ferðamenn á fáförnum slóðum á hálendinu. Drægni sendanna sé um fjórum til fimm sinnum meiri en venjulegra GSM-senda, allt upp í hundrað kílómetrar. Hingað til hefur einungis NMT-kerfi Símans dugað á þeim slóðum sem GSM-farsímakerfið náði ekki til. NMT-kerfið verður lagt niður innan tveggja ára. Síminn mun þá taka upp svokallað CDMA 450 kerfi. Sérstakan síma þarf til að nota það. Þess gerist ekki þörf með hið nýja farsímakerfi Vodafone. „Við tókum ákvörðun um að prjóna við núverandi kerfi. Við trúum því að fólk vilji nota eitt símtæki alls staðar.“
Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira