Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara 17. ágúst 2007 00:01 Ljósleiðari var lagður um landið í lok níunda áratugarins, og tók NATO þátt í kostnaðinum í skiptum fyrir afnot af þremur ljósleiðarapörum af átta. Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði." Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði."
Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira