Olíuhreinsistöð stenst ekki lög Árni Finnsson skrifar 17. ágúst 2007 00:01 Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar