Um öfgar og öfgaleysi 29. júlí 2007 00:01 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar