Loks fulltrúi fólksins í ríkisstjórn Albert Jensen skrifar 23. júlí 2007 08:00 Röðun í ráðuneyti nýju stjórnarinnar er Samfylkingunni til sóma. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki eins lýðræðislegur. Það hefði verið flokknum til framdráttar að gera Guðfinnu að ráðherra án þess að vitað sé hvers er að vænta af henni eða Guðlaugi. Jafnrétti er hverjum sem það virðir til sóma. Vonandi er landbúnaðurinn ekki í hættu með nýrri stjórn. Í fósturvísamálinu og gegn innfluttningi hráss kinda-og nautakjöts, barðist Guðni Ágústsson hetjulega og var óþreytandi að vekja athyggli á íslenska hestinum. Hann er að vísu misvitur, en hver er það ekki.? Það sem gerir þessa ríkisstjórn vinsamlega almenningi, er skipun Jóhönnu Sigurðardóttur í eina af mikilvægustu stöðunum. Hún hefur verið skærasta stjarna jafnaðarmanna í langan tíma og sú manneskja sem setur ekki sjálfa sig í forgang eins og of oft vill verða með þingmenn. Það sást vel þegar hún var félagsmálaráðherra. Hún er það besta við þessa ríkisstjórn og sú sem almenningur setur traust sitt á, enda er hún ekki manneskja innihaldslauss orðagjálfurs og sýndarmennsku. Jóhanna er orðin ráðherra miklvægustu mála aldraðra, öryrkja og láglaunafólks og það útaf fyrir sig gerir ríkisstjórnina trúverðugri. Ég vona að með Þórunni Sveinbjarnardóttur hafi þjóðin loksins fengið alvöru umhverfisráðherra, en forverar hennar skrumskældu það góða sem ráðuneytið á að standa fyrir. Sá fyrsti er þó ekki meðtalinn. Hann reyndi hvað hann gat en mætti fordómum og skilningsleysi. Allir hinir ráðherrarnir voru íslenskri náttúru erfiðir ljáir í þúfu og skiluðu einungis vandræðum fyrir hana og íslensku þjóðina. Einn var svo utangátta að hann lét friða mink og ref á vestfjörðum og hélt að þjóðin tryði fullyrðingum sínum og annara líffræðinga um að dýrin virtu landamerki. Nú eru dýr þessi og mávar að eyða mófugli. Já, öllu sem þau ráða við. Annar ráðherra skildi ekki hvað menn sæu merkilegt og fagurt í víðerninu norðan Vatnajökuls. Utan reykingabanns var friðun rjúpunar það eina góða sem hann gerði. Sá næsti afnam friðunina. Menn dæmi sjálfir hvort andlegt umkomuleysi hrjái þetta mikilvæga ráðuneyti. Nú er að sjá hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi áttað sig á því að köld rökvísi og samningar um afslátt á hagsmunum aldraðra og fatlaðra er feygðarflan sérhvers jafnaðarmanns. Ég vona að hún slíti frekar samstarfinu en að verða eins og mús undir fjalaketti. Hræðilegt þegar Framsók og Sjálfstæðisflokkur settu Halldór í forsæti ríkisstjórnar, þvert á vilja þjóðarinnar. Hvorugur flokkurinn skilur að engin er svo smár að ekki sé betra að hafa hann með sér en móti. Framsóknarflokkurinn hefði ekki brennt sér brýr að baki ef þau orð væru leiðarljós hans. Síðasti heilbrigðisráðherra vann gegn hagsmunum fatlaðra í tilraunum þeirra til að fá sanngjarna lausn á styrkjum til bílakaupa og styttingu eignartíma. Brennt barn forðast eldinn, það skilur Guðlaugur Þór vonandi betur en forustufólk Framsóknar. Sín vegna og allra hinna, vona ég að hann brenni hvorki nú né síðar, sér allar brýr að baki.Höfundur er trésmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Röðun í ráðuneyti nýju stjórnarinnar er Samfylkingunni til sóma. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki eins lýðræðislegur. Það hefði verið flokknum til framdráttar að gera Guðfinnu að ráðherra án þess að vitað sé hvers er að vænta af henni eða Guðlaugi. Jafnrétti er hverjum sem það virðir til sóma. Vonandi er landbúnaðurinn ekki í hættu með nýrri stjórn. Í fósturvísamálinu og gegn innfluttningi hráss kinda-og nautakjöts, barðist Guðni Ágústsson hetjulega og var óþreytandi að vekja athyggli á íslenska hestinum. Hann er að vísu misvitur, en hver er það ekki.? Það sem gerir þessa ríkisstjórn vinsamlega almenningi, er skipun Jóhönnu Sigurðardóttur í eina af mikilvægustu stöðunum. Hún hefur verið skærasta stjarna jafnaðarmanna í langan tíma og sú manneskja sem setur ekki sjálfa sig í forgang eins og of oft vill verða með þingmenn. Það sást vel þegar hún var félagsmálaráðherra. Hún er það besta við þessa ríkisstjórn og sú sem almenningur setur traust sitt á, enda er hún ekki manneskja innihaldslauss orðagjálfurs og sýndarmennsku. Jóhanna er orðin ráðherra miklvægustu mála aldraðra, öryrkja og láglaunafólks og það útaf fyrir sig gerir ríkisstjórnina trúverðugri. Ég vona að með Þórunni Sveinbjarnardóttur hafi þjóðin loksins fengið alvöru umhverfisráðherra, en forverar hennar skrumskældu það góða sem ráðuneytið á að standa fyrir. Sá fyrsti er þó ekki meðtalinn. Hann reyndi hvað hann gat en mætti fordómum og skilningsleysi. Allir hinir ráðherrarnir voru íslenskri náttúru erfiðir ljáir í þúfu og skiluðu einungis vandræðum fyrir hana og íslensku þjóðina. Einn var svo utangátta að hann lét friða mink og ref á vestfjörðum og hélt að þjóðin tryði fullyrðingum sínum og annara líffræðinga um að dýrin virtu landamerki. Nú eru dýr þessi og mávar að eyða mófugli. Já, öllu sem þau ráða við. Annar ráðherra skildi ekki hvað menn sæu merkilegt og fagurt í víðerninu norðan Vatnajökuls. Utan reykingabanns var friðun rjúpunar það eina góða sem hann gerði. Sá næsti afnam friðunina. Menn dæmi sjálfir hvort andlegt umkomuleysi hrjái þetta mikilvæga ráðuneyti. Nú er að sjá hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi áttað sig á því að köld rökvísi og samningar um afslátt á hagsmunum aldraðra og fatlaðra er feygðarflan sérhvers jafnaðarmanns. Ég vona að hún slíti frekar samstarfinu en að verða eins og mús undir fjalaketti. Hræðilegt þegar Framsók og Sjálfstæðisflokkur settu Halldór í forsæti ríkisstjórnar, þvert á vilja þjóðarinnar. Hvorugur flokkurinn skilur að engin er svo smár að ekki sé betra að hafa hann með sér en móti. Framsóknarflokkurinn hefði ekki brennt sér brýr að baki ef þau orð væru leiðarljós hans. Síðasti heilbrigðisráðherra vann gegn hagsmunum fatlaðra í tilraunum þeirra til að fá sanngjarna lausn á styrkjum til bílakaupa og styttingu eignartíma. Brennt barn forðast eldinn, það skilur Guðlaugur Þór vonandi betur en forustufólk Framsóknar. Sín vegna og allra hinna, vona ég að hann brenni hvorki nú né síðar, sér allar brýr að baki.Höfundur er trésmíðameistari.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar