Við þurfum stuðning bæjarbúa 23. júlí 2007 09:00 Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar