Grunnvatnsmarflær frumbyggjar Íslands 21. júlí 2007 00:01 Vísindamenn fundu grunnvatnsmarfló sem fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis árið 1998, en nú er ljóst að hún og önnur marfló sömu ættar eru þær lífverur sem lengst hafa búið hér á landi. Mynd/Þorkell Heiðarsson Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist. Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist.
Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent