Rafmagnað andrúmsloft 10. júlí 2007 07:45 Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar