Verðlaun úr hendi Pútíns 10. júní 2007 00:01 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhenti í gær Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í Pétursborg Rússlands. Þorsteinn hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir á sviði orkumála, sérstaklega hvað viðkemur endurnýjanlegri orku, en hann hefur verið leiðandi í vetnisrannsóknum hér á landi svo árum skiptir. Í þakkarávarpi Þorsteins kvaðst hann „standa á öxlum risa“ á sínu fræðasviði og vísaði þar til íslenskra frumherja í orkumálum. „Framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi getur orðið fyrirmynd fyrir heiminn,“ sagði Þorsteinn í ræðu sinni. „Framlag mitt, og miklu frekar míns lands, til þess að draga úr kolefnismengun hefur verið að taka í notkun æ stærra hlutfall endurnýjanlegra orkulinda landsins,“ sagði hann og benti á að Ísland ætti nú þegar heimsmet í hlutfalli endurnýjanlegrar orku, eða 72 prósent. Einnig minntist hann rússneskra frumkvöðla sem margir hverjir hefðu haft mótandi áhrif á feril Þorsteins. Þá þakkaði hann Háskóla Íslands og Íslenskri NýOrku fyrir að hafa veitt sér tækifæri til dáða. Síðast en ekki síst þakkaði Þorsteinn ungum vísindamönnum og nemendum sínum í Háskóla Íslands í gegnum árin. Í Rússlandi er Alheimsorkuverðlaununum líkt við Nóbelsverðlaunin, en Þorsteinn var valinn úr hópi 146 manna. Verðlaunaféð er tíu milljónir rúblna, um 27 milljónir króna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, voru við athöfnina. Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhenti í gær Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í Pétursborg Rússlands. Þorsteinn hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir á sviði orkumála, sérstaklega hvað viðkemur endurnýjanlegri orku, en hann hefur verið leiðandi í vetnisrannsóknum hér á landi svo árum skiptir. Í þakkarávarpi Þorsteins kvaðst hann „standa á öxlum risa“ á sínu fræðasviði og vísaði þar til íslenskra frumherja í orkumálum. „Framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi getur orðið fyrirmynd fyrir heiminn,“ sagði Þorsteinn í ræðu sinni. „Framlag mitt, og miklu frekar míns lands, til þess að draga úr kolefnismengun hefur verið að taka í notkun æ stærra hlutfall endurnýjanlegra orkulinda landsins,“ sagði hann og benti á að Ísland ætti nú þegar heimsmet í hlutfalli endurnýjanlegrar orku, eða 72 prósent. Einnig minntist hann rússneskra frumkvöðla sem margir hverjir hefðu haft mótandi áhrif á feril Þorsteins. Þá þakkaði hann Háskóla Íslands og Íslenskri NýOrku fyrir að hafa veitt sér tækifæri til dáða. Síðast en ekki síst þakkaði Þorsteinn ungum vísindamönnum og nemendum sínum í Háskóla Íslands í gegnum árin. Í Rússlandi er Alheimsorkuverðlaununum líkt við Nóbelsverðlaunin, en Þorsteinn var valinn úr hópi 146 manna. Verðlaunaféð er tíu milljónir rúblna, um 27 milljónir króna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, voru við athöfnina.
Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira