Næsta Flateyri? 1. júní 2007 06:00 Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitanda í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyjamenn gera sér vel grein fyrir alvöru málsins, enda á Vinnslustöðin umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið. Huggun harmi gegnBenedikt Jóhannsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins skrifaði nýlega um hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi. Niðurstaða hans var að staðan í sjávarútveginum væri eðlileg hagræðing sem kæmi þjóðarbúinu mjög vel. Íbúar þeirra byggðarlaga sem verða að gjalda fyrir aukna hagsæld þjóðarinnar ættu bágt, en fólk yrði bara að hafa í huga að hagræðingarferlið myndi ekki vara að eilífu. Þetta er ekki mikil huggun harmi gegn fyrir íbúa sjávarbyggða. Dýrkeypt Heimamenn ætla sér að berjast en ljóst er að slagurinn verður þeim dýrkeyptur. Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar á meira en 8,5 á hlut, mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða króna. Og þeir peningar eru ekki ókeypis. Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári og þá á eftir að borga af lánunum. Takist heimamönnum að fjármagna þessi kaup má því búast við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborgunum af þessum lánum, og þeir peningar verða ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum. Ljóst er því að óháð því hver vinnur kapphlaupið um Vinnslustöðina, á það eftir að verða félaginu dýrt. Og Eyjamönnum öllum. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitanda í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyjamenn gera sér vel grein fyrir alvöru málsins, enda á Vinnslustöðin umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið. Huggun harmi gegnBenedikt Jóhannsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins skrifaði nýlega um hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi. Niðurstaða hans var að staðan í sjávarútveginum væri eðlileg hagræðing sem kæmi þjóðarbúinu mjög vel. Íbúar þeirra byggðarlaga sem verða að gjalda fyrir aukna hagsæld þjóðarinnar ættu bágt, en fólk yrði bara að hafa í huga að hagræðingarferlið myndi ekki vara að eilífu. Þetta er ekki mikil huggun harmi gegn fyrir íbúa sjávarbyggða. Dýrkeypt Heimamenn ætla sér að berjast en ljóst er að slagurinn verður þeim dýrkeyptur. Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar á meira en 8,5 á hlut, mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða króna. Og þeir peningar eru ekki ókeypis. Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári og þá á eftir að borga af lánunum. Takist heimamönnum að fjármagna þessi kaup má því búast við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborgunum af þessum lánum, og þeir peningar verða ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum. Ljóst er því að óháð því hver vinnur kapphlaupið um Vinnslustöðina, á það eftir að verða félaginu dýrt. Og Eyjamönnum öllum. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar