Maggie and Tony Ögmundur Jónasson skrifar 22. maí 2007 06:00 Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar