Hluti af stefnu ASÍ í alþjóðaviðskiptum 20. apríl 2007 05:00 Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar