Tilhugalíf stjórnarandstöðu Helga Sigrún Harðarsdóttir skrifar 20. mars 2007 00:01 Össuri Skarphéðinssyni svaraðFramsóknarflokkurinn hefur verið Össuri Skarphéðinssyni hugleikinn að undanförnu og hefur hann ítrekað reynt að þvo hendur sínar af svikum Samfylkingarinnar við stjórnarskrármálið og af helberri ósvífni að gera framsóknarmenn ótrúverðuga. Síðast í Fréttablaðinu í gær. Viltu vera "memm“?Össur segir Jóni Sigurðssyni hafa verið boðinn forsætisráðherrastóll í skiptum fyrir sprengingu á ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi við Samfylkingu sem á langt í land með að vera stjórntæk vegna ítrekaðra uppþota, stefnuleysis og sundurlyndis. Þá er ónefnd aðild hennar að hinu sérkennilega kaffibandalagi sem vill reka bankana úr landi og boðar skerðingu kaupmáttar, útlendingahatur og minnkandi hagvöxt. Tilraunir til að táldraga formann Framsóknar bera innræti Össurar og kaffibandalagsins ekki fagurt vitni, enda mistókust þær. Nú er reynt að gera stjórnarskrárákvæðið sjálft tortryggilegt, þó ekki hafi fundist neitt athugavert við það á meðan á tilraunum til tilhugalífs við Framsókn stóð. Framsókn með báða fætur á jörðinniFramsóknarmenn voru þeir einu sem stóðu í báðar lappirnar í stjórnarskrármálinu. Sjálfstæðismenn spígsporuðu í kringum það, tvístraðir. Stjórnarandstaðan steig trylltan dans, og hneig svo niður á dansgólfinu og flúði þegar henni sjálfri var ekki boðið upp. Athyglissýki hennar jaðrar við andfélagslega persónuleikaröskun þar sem siðblinda, lygar og blekkingar eru meðal einkenna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, er sá sem enn stendur keikur, þrátt fyrir að stjórnarskrárákvæðið næði ekki inni á þessu þingi. Þökk sé stjórnarandstöðunni. Hann, af heiðarleika sínum, leiddi samningaviðræður og stóð vörð um gerða samninga. Það var hann sem lét ekki múta sér til þess að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið á síðustu metrum þingsins. Það eru heilindi Jóns Sigurðssonar, sem Össur er í fýlu yfir, vegna þess að hann fékk ekki að leika aðalhlutverkið í leikritinu. Jón Sigurðsson er sá formaður, sem ætti að verða næsti forsætisráðherra. Til þess hefur hann menntun, þekkingu og reynslu af flestum sviðum atvinnulífsins sem til þarf til viðbótar við óbilandi heiðarleika og heilindi. Geri aðrir betur. Höfundur er skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Össuri Skarphéðinssyni svaraðFramsóknarflokkurinn hefur verið Össuri Skarphéðinssyni hugleikinn að undanförnu og hefur hann ítrekað reynt að þvo hendur sínar af svikum Samfylkingarinnar við stjórnarskrármálið og af helberri ósvífni að gera framsóknarmenn ótrúverðuga. Síðast í Fréttablaðinu í gær. Viltu vera "memm“?Össur segir Jóni Sigurðssyni hafa verið boðinn forsætisráðherrastóll í skiptum fyrir sprengingu á ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi við Samfylkingu sem á langt í land með að vera stjórntæk vegna ítrekaðra uppþota, stefnuleysis og sundurlyndis. Þá er ónefnd aðild hennar að hinu sérkennilega kaffibandalagi sem vill reka bankana úr landi og boðar skerðingu kaupmáttar, útlendingahatur og minnkandi hagvöxt. Tilraunir til að táldraga formann Framsóknar bera innræti Össurar og kaffibandalagsins ekki fagurt vitni, enda mistókust þær. Nú er reynt að gera stjórnarskrárákvæðið sjálft tortryggilegt, þó ekki hafi fundist neitt athugavert við það á meðan á tilraunum til tilhugalífs við Framsókn stóð. Framsókn með báða fætur á jörðinniFramsóknarmenn voru þeir einu sem stóðu í báðar lappirnar í stjórnarskrármálinu. Sjálfstæðismenn spígsporuðu í kringum það, tvístraðir. Stjórnarandstaðan steig trylltan dans, og hneig svo niður á dansgólfinu og flúði þegar henni sjálfri var ekki boðið upp. Athyglissýki hennar jaðrar við andfélagslega persónuleikaröskun þar sem siðblinda, lygar og blekkingar eru meðal einkenna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, er sá sem enn stendur keikur, þrátt fyrir að stjórnarskrárákvæðið næði ekki inni á þessu þingi. Þökk sé stjórnarandstöðunni. Hann, af heiðarleika sínum, leiddi samningaviðræður og stóð vörð um gerða samninga. Það var hann sem lét ekki múta sér til þess að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið á síðustu metrum þingsins. Það eru heilindi Jóns Sigurðssonar, sem Össur er í fýlu yfir, vegna þess að hann fékk ekki að leika aðalhlutverkið í leikritinu. Jón Sigurðsson er sá formaður, sem ætti að verða næsti forsætisráðherra. Til þess hefur hann menntun, þekkingu og reynslu af flestum sviðum atvinnulífsins sem til þarf til viðbótar við óbilandi heiðarleika og heilindi. Geri aðrir betur. Höfundur er skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar