Krefjast frjálsara samfélags 24. janúar 2007 06:00 Fólk gekk með skilti og hrópaði slagorð á borð við: „Við erum öll Hrant Dink“ og „Við erum öll Armenar“ á tyrknesku og armensku. MYND/AP Tugir þúsunda manna gengu um götur Istanbúl í gær og kölluðu eftir frjálsara tyrknesku samfélagi þar sem fólk væri ekki myrt vegna skoðana sinna. Ritstjórinn Hrant Dink, sem var af armenskum uppruna, var skotinn til bana um hábjartan dag fyrir utan vinnustaðinn sinn af herskáum þjóðernissinna í síðustu viku. Hann var jarðsettur í gær í einni fjölmennustu jarðarför sem farið hefur fram í Istanbúl. Þrátt fyrir óskir aðstandenda Dink um að jarðarförin myndi ekki snúast upp í mótmæli hrópuðu syrgjendur slagorð á borð við „öxl í öxl gegn fasisma“ og „morðingi 301“ sem vísar til tyrkneskrar lagagreinar um að sækja megi fólk til saka fyrir að móðga Tyrkland. Dink var ákærður fyrir að brjóta lagagrein 301 ásamt fleirum á borð við rithöfundinn Orhan Pamuk sem hlaut Nóbelsverðlaun í fyrra. Sautján ára drengur hefur játað að hafa skotið Dink og herskár þjóðernissinni sem var dæmdur fyrir sprenguárás á McDonald‘s-veitingastað árið 1994 hefur játað að hafa skipulagt morðið. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa lýst yfir áhyggjum af málinu. Tyrkland sækist eftir því að fá inngöngu í ESB en lítið hefur verið um fjöldamótmæli í Tyrklandi vegna skorts á málfrelsi þangað til í gær. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Tugir þúsunda manna gengu um götur Istanbúl í gær og kölluðu eftir frjálsara tyrknesku samfélagi þar sem fólk væri ekki myrt vegna skoðana sinna. Ritstjórinn Hrant Dink, sem var af armenskum uppruna, var skotinn til bana um hábjartan dag fyrir utan vinnustaðinn sinn af herskáum þjóðernissinna í síðustu viku. Hann var jarðsettur í gær í einni fjölmennustu jarðarför sem farið hefur fram í Istanbúl. Þrátt fyrir óskir aðstandenda Dink um að jarðarförin myndi ekki snúast upp í mótmæli hrópuðu syrgjendur slagorð á borð við „öxl í öxl gegn fasisma“ og „morðingi 301“ sem vísar til tyrkneskrar lagagreinar um að sækja megi fólk til saka fyrir að móðga Tyrkland. Dink var ákærður fyrir að brjóta lagagrein 301 ásamt fleirum á borð við rithöfundinn Orhan Pamuk sem hlaut Nóbelsverðlaun í fyrra. Sautján ára drengur hefur játað að hafa skotið Dink og herskár þjóðernissinni sem var dæmdur fyrir sprenguárás á McDonald‘s-veitingastað árið 1994 hefur játað að hafa skipulagt morðið. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa lýst yfir áhyggjum af málinu. Tyrkland sækist eftir því að fá inngöngu í ESB en lítið hefur verið um fjöldamótmæli í Tyrklandi vegna skorts á málfrelsi þangað til í gær.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira