Fáránlegt að leysa upp íraska herinn 12. desember 2006 16:24 Breskir hermálasérfræðingar eru hvassyrtir í fordæmingum sínum á Bandaríkjamönnum, eftir að í ljós kom að breska ríkisstjórnin gerði allt sem hún gat til þess að fá þá ofan af því að leysa upp Íraska herinn, og reka nánast alla opinbera starfsmenn. Sú ákvörðun er af mögum talin ein helsta orsök þess hvernig nú er ástatt í landinu. Hermálasérfræðingar um allan heim voru furðu lostnir yfir ákvörðun Bandaríkjamanna á sínum tíma. Þótt íraski herinn hafi verið óvinur, hafi hann verið gersigraður og sjálfsagt tekið því fengins hendi að fá nýtt hlutverk við að halda uppi lögum og reglu í landinu. Innan hersins var einnig mikil þekking sem hefði nýst við uppbyggingu í Írak. Verkfræðisveitir hans hefðu getað gert við brýr og komið á vatni og rafmagni, sem hinn fámenni innrásarher réði enganvegin við. Sömuleiðis brustu innviðir embættismannakerfisins þegar þar var hreinsað til, sem leiddi til þess að allt fór úrskeiðis í launagreiðslum, innkaupum og stjórnun opinberra stofnana sem eru hverju landi nauðsynlegar. Sem fyrr segir var talið að þetta hefði verið vanhugsuð skyndiákvörðun Bandaríkjamanna. Nú hefur komið í ljós að breska ríkisstjórnin reyndi hvað hún gat til að fá þá ofan af þessu, og þykir mörgum Bretum þá sem þáttaka þeirra í stríðinu hafi verið goldin enn hærra verði en áður var talið. Bandarískir herforingjar voru á sínum tíma einnig mjög á móti því að íraski herinn yrði leystur upp, en máttu sín lítils gegn Donald Rumsfeld og gengi hans, í Washington. Erlent Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Breskir hermálasérfræðingar eru hvassyrtir í fordæmingum sínum á Bandaríkjamönnum, eftir að í ljós kom að breska ríkisstjórnin gerði allt sem hún gat til þess að fá þá ofan af því að leysa upp Íraska herinn, og reka nánast alla opinbera starfsmenn. Sú ákvörðun er af mögum talin ein helsta orsök þess hvernig nú er ástatt í landinu. Hermálasérfræðingar um allan heim voru furðu lostnir yfir ákvörðun Bandaríkjamanna á sínum tíma. Þótt íraski herinn hafi verið óvinur, hafi hann verið gersigraður og sjálfsagt tekið því fengins hendi að fá nýtt hlutverk við að halda uppi lögum og reglu í landinu. Innan hersins var einnig mikil þekking sem hefði nýst við uppbyggingu í Írak. Verkfræðisveitir hans hefðu getað gert við brýr og komið á vatni og rafmagni, sem hinn fámenni innrásarher réði enganvegin við. Sömuleiðis brustu innviðir embættismannakerfisins þegar þar var hreinsað til, sem leiddi til þess að allt fór úrskeiðis í launagreiðslum, innkaupum og stjórnun opinberra stofnana sem eru hverju landi nauðsynlegar. Sem fyrr segir var talið að þetta hefði verið vanhugsuð skyndiákvörðun Bandaríkjamanna. Nú hefur komið í ljós að breska ríkisstjórnin reyndi hvað hún gat til að fá þá ofan af þessu, og þykir mörgum Bretum þá sem þáttaka þeirra í stríðinu hafi verið goldin enn hærra verði en áður var talið. Bandarískir herforingjar voru á sínum tíma einnig mjög á móti því að íraski herinn yrði leystur upp, en máttu sín lítils gegn Donald Rumsfeld og gengi hans, í Washington.
Erlent Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira