Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp til að bæta stöðu erlendra starfsmanna 8. desember 2006 10:25 MYND/Stéfán Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að markmiðið með frumvarpinu sé að veita íslenskum stjórnvöldum betri sýn yfir stöðuna á innlendum vinnumarkaði hvað varðar starfsemi erlendra þjónustufyrirtækja ásamtfjölda erlendra starfsmanna sem starfa hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Frumvarpið nær til fyrirtækja sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu. Lögin gilda um starfsmannaleigur til viðbótar við gildandi lög þær. Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækið að upplýsa Vinnumálastofnun átta virkum dögum áður en það veitir þjónustuna ef hún varir lengur en tíu virka daga hér á landi. Þá skal Vinnumálastofnun tilkynnt um sérstakan fulltrúa fyrirtækisins hér á landi ef fyrirtækið veitir þjónustu hér lengur en í fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og sex eða fleiri starfsmenn veiti þjónustuna. Ef notendafyrirtæki fær ekki staðfestingu Vinnumálastofnunar hjá fyrirtæki um að fyrirtækið eða undirverktakar hafi veitt Vinnumálastofnun upplýsingar er notendafyrirtækinu skylt að láta Vinnumálastofnun vita.Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé að erlendir starfsmenn fái laun og önnur starfskjör í samræmi við íslensk lög og íslenska kjarasamninga á meðan þeir starfa hér á landi, þar með talin réttindi í tengslum við veikindi og/eða slys og bætur vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku. Undanþágu er unnt að fá við vissar aðstæður og verði viðkomandi starfsmaður hér á landi í átta daga eða skemur.Vinnumálastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna og getur kallað eftir upplýsingum frá fyrirtæki í þágu eftirlits enda hafi stofnuninni borist rökstudd kvörtun um að fyrirtæki hafi brotið gegn ákvæðum laganna. Ef ekki er farið að fyrirmælum Vinnumálastofnunar getur hún krafist þess að lögregla stöðvi vinnu tímabundið eða loki starfsemi fyrirtækisins hér á landi þangað til úrbætur hafa verið gerðar.Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2006 til að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í starfshópnum eru fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins.„Ekki síst í ljósi Hæstaréttardóms í gær varðandi starfsmannaleigur og kjör erlends starfsmanns er nauðsynlegt að herða tökin, skerpa ábyrgð fyrirtækja og treysta innviði vinnumarkaðarins," segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í tilkynningunni. „Eins og ég hef bent á hefur um langt skeið verið unnið að því í ráðuneytinu að skýra og bæta stöðu erlends verkafólks hér á landi. Þetta frumvarp er meðal annars afrakstur af þeirri vinnu." Stj.mál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að markmiðið með frumvarpinu sé að veita íslenskum stjórnvöldum betri sýn yfir stöðuna á innlendum vinnumarkaði hvað varðar starfsemi erlendra þjónustufyrirtækja ásamtfjölda erlendra starfsmanna sem starfa hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Frumvarpið nær til fyrirtækja sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu. Lögin gilda um starfsmannaleigur til viðbótar við gildandi lög þær. Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækið að upplýsa Vinnumálastofnun átta virkum dögum áður en það veitir þjónustuna ef hún varir lengur en tíu virka daga hér á landi. Þá skal Vinnumálastofnun tilkynnt um sérstakan fulltrúa fyrirtækisins hér á landi ef fyrirtækið veitir þjónustu hér lengur en í fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og sex eða fleiri starfsmenn veiti þjónustuna. Ef notendafyrirtæki fær ekki staðfestingu Vinnumálastofnunar hjá fyrirtæki um að fyrirtækið eða undirverktakar hafi veitt Vinnumálastofnun upplýsingar er notendafyrirtækinu skylt að láta Vinnumálastofnun vita.Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé að erlendir starfsmenn fái laun og önnur starfskjör í samræmi við íslensk lög og íslenska kjarasamninga á meðan þeir starfa hér á landi, þar með talin réttindi í tengslum við veikindi og/eða slys og bætur vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku. Undanþágu er unnt að fá við vissar aðstæður og verði viðkomandi starfsmaður hér á landi í átta daga eða skemur.Vinnumálastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna og getur kallað eftir upplýsingum frá fyrirtæki í þágu eftirlits enda hafi stofnuninni borist rökstudd kvörtun um að fyrirtæki hafi brotið gegn ákvæðum laganna. Ef ekki er farið að fyrirmælum Vinnumálastofnunar getur hún krafist þess að lögregla stöðvi vinnu tímabundið eða loki starfsemi fyrirtækisins hér á landi þangað til úrbætur hafa verið gerðar.Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2006 til að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í starfshópnum eru fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins.„Ekki síst í ljósi Hæstaréttardóms í gær varðandi starfsmannaleigur og kjör erlends starfsmanns er nauðsynlegt að herða tökin, skerpa ábyrgð fyrirtækja og treysta innviði vinnumarkaðarins," segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í tilkynningunni. „Eins og ég hef bent á hefur um langt skeið verið unnið að því í ráðuneytinu að skýra og bæta stöðu erlends verkafólks hér á landi. Þetta frumvarp er meðal annars afrakstur af þeirri vinnu."
Stj.mál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent