Federer fór létt með Blake 19. nóvember 2006 13:30 Það fór vel á með þeim Federer og Blake eftir úrslitin sem lauk nú í hádeginu. Getty Images Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur. Erlendar Íþróttir Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Sjá meira
Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Sjá meira