Baggalútur með rautt nef 2. nóvember 2006 10:50 Liðsmenn Baggalúts með rauð nef. Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum. Lífið Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum.
Lífið Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira