Baggalútur með rautt nef 2. nóvember 2006 10:50 Liðsmenn Baggalúts með rauð nef. Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum. Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum.
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“