Baggalútur með rautt nef 2. nóvember 2006 10:50 Liðsmenn Baggalúts með rauð nef. Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum. Lífið Menning Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum.
Lífið Menning Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira