Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi 1. nóvember 2006 12:05 Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira