Veik tengsl milli pólskra innflytjenda 31. október 2006 17:53 Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira