Endurkoma Schwarzeneggers 29. október 2006 13:54 Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira